13.04.1946
Neðri deild: 109. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í C-deild Alþingistíðinda. (3963)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Páll Þorsteinsson:

Ég hef nú heyrt tilmæli frá hv. 2. þm. Skagf. og hv. frsm. um, að ég taki till. til baka til 3. umr. Mér er það ekkert höfuðkeppikefli, að þær kom undir atkvæði á þessari stundu fremur en nokkrum lögum síðar, og þess vegna gæti ég fallizt á að taka þær, aftur til 3. umr. Ég hef gert grein fyrir þeim hér, og hv. þm. eiga auðvelt með að gera sér ljós þau atriði, sem á milli ber og í till. felast. En nú er mjög tekið að líða að þinglokum, eftir því sem okkur er tjáð, en mörg málefni eru til úrlausnar. En engin loforð eru fyrir hendi um það, að tími vinnist til þess í menntmn. að setja fund og taka brtt. til athugunar nú, en svo framarlega sem það er hægt, vil ég gjarnan verða við tilmælum þessum og draga brtt. til baka til 3. umr.