15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 118 í C-deild Alþingistíðinda. (3993)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér mikið í þessar umr. þótt ég hefði nokkra löngun til þess. Það eru einungis nokkur atriði, sem ég vildi fá upplýst hjá hv. formanni n. og hæstv. ráðh.

Samkv. þessu frv. lítur út fyrir, að atvinnudeildin sé að einhverju leyti lögð undir háskólann, og virðist háskólaráð eiga að taka ákvarðanir varðandi deildina. Hins vegar eru ekki greinileg ákvæði um það í frv. undir hvaða ráðh. t. d. tilraunastöðin á Keldum kemur til með að heyra, en það þyrfti að vera ljóst. Nú hygg ég, að það sé venja erlendis, að læknadeildum séu ekki fengnar í hendur slíkar rannsóknir, heldur eru þær flokkaðar undir fagbekkingu og viðkomandi ráðuneyti.

Nú vil ég spyrja: Undir hvaða ráðuneyti eiga þær deildir, sem hér er um að ræða, að heyra? Ég get sætt mig við, að hver deild heyri undir viðkomandi ráðuneyti, en ég get ekki sætt mig við, að allt saman heyri undir háskólann og háskólaráð, en um þetta óska ég að fá upplýsingar.