19.12.1945
Sameinað þing: 20. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (403)

16. mál, fjárlög 1946

Eiríkur Einarsson:

Það hefur verið hrúgað svo miklu inn af till. á síðustu stundu við afgreiðslu Þessara fjárl., að hv. þm. gefst hvergi nærri nógur tími til að gera sér grein fyrir þeim til neinnar hlítar, svo að það verður harla erfitt að velja á milli þeirra tveggja kosta, sem algengastir eru, að segja já eða nei, svo að ég verð að velja mér þann hinn þriðja kostinn, sem margir gera, þegar svo stendur á, þótt engan veginn sé hann góður, og greiði ég því ekki atkv.

Brtt. 363,IX tekin aftur.

— 370 samþ. með 34:5 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: ÞÞ, ÁS, ÁkJ, ÁÁ, BSt, BBen, BrB, EOl, EE, EmJ, FJ, GSv, GÍG, GTh, HB, HG, IngJ, JJós, JJ, KA, LJóh, GB, MJ, ÓTh, PHerm, PM, SigfS, SB, SG, SEH, STh, SÞ, StJSt, JPálm.

nei: BG, GJ, PZ, SK, SkG.

BÁ, EystJ, HelgJ, HermJ, IngP, JS, JörB, PÞ, PO, StgrA, SvbH greiddu ekki atkv.

2 þm. (BK, GÞ) fjarstaddir.

1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkvæði sínu: