16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í C-deild Alþingistíðinda. (4037)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Gísli Jónsson:

Ég vil gera fyrirspurn til hæstv. ráðh., hvort hann veit ekki um, hvernig ástatt er í atvinnudeildinni, hversu mikið fé fer þangað án þess að nokkuð sé gert. Og ef hann vissi þetta eins og ég, þá mundi hann ekki leggja til að auka framlag til atvinnudeildar háskólans, og gæti hann athugað skjöl fjvn. og séð, hvernig þessu er varið, og þá mundi hann ekki óska eftir slíku. Þeir, sem þarna starfa, taka tvöföld laun án þess að gera nokkurn skapaðan hlut, og svo skuli hann óska, að þetta verði samþ. án þess að fara til n., þetta, sem er að verða hæstv. menntmrh. til stórkostlegrar skammar.