16.04.1946
Efri deild: 108. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í C-deild Alþingistíðinda. (4040)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Hv þm. Barð. getur verið einn um sitt fíflslega upphlaup. Ég tel ekki virðingu minni samboðið að svara honum, og ummæli hans um atvinnudeildina eru ekki svaraverð. Ég veit að vísu, að það er margt ábótavant um atvinnudeild háskólans, og þarf ýmislegt að laga. En ég vil benda hv. þm. á, að atvinnudeildin heyrir ekki undir menntmrh. Annars þekkir þessi hv. þm. þetta auðvitað bezt, eins og hann veit allt allra manna bezt, sem gerist í þjóðlífinu. Hann veit alltaf allt allra manna bezt.