26.04.1946
Efri deild: 114. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í C-deild Alþingistíðinda. (4083)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason) :

Herra forseti. Það er leitt, að n. hefur ekki getað skilað áliti í þessu máli, en form. er veikur, og ég veit ekki, hvort það eru nokkrir möguleikar fyrir n. til þess að skila áliti með því að taka málið fyrir, en mér finnst, að þar sem nú er mjög áliðið þings, þá væri gott að geta lokið þessu máli við 2. umr., og nefndin gæti síðan borið fram brtt. við 3. umr.