26.04.1946
Efri deild: 114. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í C-deild Alþingistíðinda. (4086)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. Það er fáheyrt, sem hv. 6. þm. Reykv. sagði, og er fjarri sanni, að sé verið að sýna form. menntmn. óvirðingu, en það er aðeins eftir einn dagur af þingi, og því taldi ég ógerlegt, að málið fengi afgreiðslu, nema möguleiki væri á, að málið gengi til 3. umr. og n. kæmi saman á milli umr. En það virðist vera ákveðin andstaða gegn þessu, og fundaskrifari n. getur ekki kallað n. saman í skyndi, og því fellst ég á að fresta þessu máli, í þeirri von, að það verði tekið fyrir á morgun.