27.04.1946
Efri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í C-deild Alþingistíðinda. (4092)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Ég tel aðkallandi að fá þetta mál afgr. hér á þinginu. Það er búið að vera lengi til athugunar, og hafa verið gerðar breytingar á því í menntmn. Nd., og allar till., sem fram hafa komið, verið teknar til greina, og hefur verið um þetta samkomulag og ánægja meðal þeirra, sem málið skiptir. Það eru einkum tvö atriði í þessu, sem eru mjög aðkallandi, annað er hin nýja skipting atvinnudeildarinnar og stofnun fiskiðnaðardeildar, en hitt er um tilraunastöðina á Keldum, sem lagt er til, að heyri undir læknadeild háskólans, og er mjög aðkallandi að fá úr þessu skorið, svo að þessi stöð geti notið þess styrks, sem hún á von á. Nú hefur svo illa til tekizt sökum anna hjá menntmn., að ekki hefur unnizt tími til að skila nál. En bæði er það, að þetta er mjög aðkallandi, og svo geri ég ráð fyrir, að hv. deildarmenn hafi kynnt sér það, svo að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að afgreiða málið, þótt nál, liggi ekki fyrir.