27.04.1946
Efri deild: 115. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 122 í C-deild Alþingistíðinda. (4095)

135. mál, atvinnudeild háskólans

Ásmundur Sigurðsson:

Ástæðurnar fyrir því, að n. hefur ekki getað tekið málið fyrir til afgreiðslu, eru forföll hv. form. n., sem hefur verið veikur og bar að auki haft sérstakar heimilisástæður. Hins vegar vildi ég ekki skila sérstöku nál. fyr en útséð væri, hvort n. gæti komið saman og athugað málið, en ef fundur hefði verið haldinn, þá hefði ég verið eindregið með því, að frv. yrði samþ. óbreytt, og legg til, að svo verði gert nú.