27.04.1946
Sameinað þing: 41. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 193 í D-deild Alþingistíðinda. (4146)

234. mál, fjárskipti

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Þær umr., sem hér hafa farið fram, sanna bezt, að það er sjálfsagt að samþ. mínar brtt. Út af því, sem hv. þm. Borgf. sagði, þá liggur það fyrir í l., að greiða skuli eftir ákveðnum fyrirmælum þessara l. Einnig er í minni brtt., að Alþ. skuli heimila ríkisstj. að greiða úr ríkissjóði fé til fjárskipta á landinu eftir því, sem sauðfjársjúkdóman. leggur til á hverjum tíma og þeim skilyrðum, sem hún kann að setja, enda fari fjárskiptin fram samkv. fyrirmælum l. þar um á hverjum tíma. Það hefur þótt sjálfsagt hér og verið skilið þannig, og af því þykir sjálfsagt að taka það fram, að ef þáltill. yrði samþ., þá séum við þar með að ákveða, að það skuli gilda um allt landið. Þetta hefur komið fram hjá hæstv. ráðh. og einnig hjá hv. þm. Borgf., að þeir hafa litið þannig á málið: Og sé svo, þá á líka að samþ. mína brtt., sem kveður á um það, hvort eigi að halda áfram niðurskurði í landinu eða ekki. Hv. Borgf. sagði, að hann vildi heldur samþ. þál. till., af því að hann áliti, að þetta mál yrði að taka í áföngum. En það verður bezt tryggt með því að samþ. mína till., og þó að farið verði eftir því, hvar þörfin er mest fyrir slíkar framkvæmdir.