24.04.1946
Sameinað þing: 38. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í D-deild Alþingistíðinda. (4160)

238. mál, togarakaup bæjar- og hreppsfélaga

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. Ég ætla aðeins að segja nokkur orð, því að þeir hæstv. ráðh., sem ég flyt þáltill. með, eru ekki við.

Ég vil þakka meiri hl. fjvn. fyrir nál., þar sem 6 nm. leggja til, að þáltill. verði samþ. með þeim breyt., sem segir á þskj. 961. Hygg ég, að þetta sé í samræmi við álit meðflm. minna og að brtt. skerði ekki aðalefni till.

Hvað viðkemur brtt. hv. þm. Barð., þá vil ég segja það, að ég tel þær ekki heppilegar, og ég mæli gegn því, að þær verði samþ., en með þeim er heimild sú, er þáltill. fer fram á, ríflegri, en að öðru leyti eru brtt. hans til miska, og mælist ég til, að þær verði felldar.

Hvað viðkemur ábendingu hæstv. forseta um galla á formi till., þá ræði ég það ekki, en vil aðeins benda á, að í 40. gr. stjskr. segir: „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.“ Í till. er rætt um heimild handa ríkisstj. til þess að ábyrgjast lán eða lána. Þetta held ég að stríði ekki gegn bókstaf stjskr.

Það hefur verið á það bent af hæstv. ráðh., hve brýn nauðsyn það væri fyrir þau bæjarfélög, sem hafa pantað togara, að þetta mál nái samþykki.