23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í D-deild Alþingistíðinda. (4174)

244. mál, endurgreiðsla á verðtolli

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég skal ekki vera langorður. Ég vildi mega gera þá fyrirspurn til hv. flm., hvort fjhn., sem mér skilst, að standi að þessari till., hafi nokkra hugmynd um, hvað þetta mundi nema mikilli upphæð fyrir árið 1945. Það væri til leiðbeiningar fyrir fjvn. að fá að vita um það. Og svo er annað, hvort þetta gæti ekki náð sama tilgangi, þó að það væri látið bíða, þar til næstu fjárl. verða afgr., en þing kemur væntanlega saman í október í haust. Mér þætti það heldur þinglegri meðferð, ef hægt væri að setja þetta í fjárl. sem endurgreiðslu, en í þáltill. Ég vil aðeins fá þessar upplýsingar, af því að ég býst við, að till. fari til fjvn.