27.04.1946
Sameinað þing: 43. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í D-deild Alþingistíðinda. (4268)

228. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Jónas Jónsson:

Fyrir 18 mánuðum, þegar núverandi stj. var nýmynduð, bar ég fram vantraust til þess að vita, hvort um væri að ræða verulega þróttmikið andóf, en þá kom í ljós, að Framsfl. sá ekki ástæðu til að fylgja því eftir og sat hjá. Þetta ástand í byrjun stjórnartímabilsins nýja sýndi, að það andóf mundi verða veikt, og það hefur líka verið það. Um leið og ég lýsi vantrausti mínu á stj., eins og fyrr, get ég ekki látið hjá líða að benda á þá leið, sem er framundan, hvenær sem þjóðin vill breyta um stj. Hún er sú að safna íslenzku fólki í samband af flokkum á móti kommúnistum landsins.