15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í C-deild Alþingistíðinda. (4272)

169. mál, eftirlit með skipum

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Ég hlýt að fara færri orðum um þetta frv. en ella vegna þess, að það er til umr. hér um hánótt, því að ég geri ekki ráð fyrir, að þm. uni því vel, að farið sé að rekja málið nákvæmlega. Ég get sagt það, að málið er mjög vel undirbúið, enda þótt það hafi verið lengi á ferðinni hér. Frv. var sent sjútvn. deildarinnar snemma á þessu þingi af hæstv. ríkisstjórn með tilmælum um, að nefndin flytti það. Það er upphaflega samið af nefnd, sem ríkisstj. skipaði, og til ráða kvaddir margir góðir menn. Við nána athugun á frv. kom þó í ljós, að mörg atriði voru allvafasöm, og einkum hafði skipaskoðunarstjóri margt við frv. að athuga, og bárust nefndinni allmargar brtt. frá honum. Eftir miklar umræður um málið í nefndinni varð niðurstaðan sú, að allmiklar breytingar væru nauðsynlegar á frv., og þótti æskilegt, að til þess að gera þær breytingar yrðu valdir sérfræðingar. Nefndin sendi því frv. aftur til ráðh. með þessum ummælum. Því næst fór fram endurskoðun á frv., og lagði ráðherra það síðan fyrir deildina. Síðan hefur nefndin athugað frv. aftur með áorðnum breytingum og leggur nú til, að frv. verði samþ., en ber fram allmargar brtt.

Það er ýmislegt í frv., sem frekar ætti heima í reglugerð, enda vill oft svo verða, þegar tíndir eru saman menn, sem óvanir eru að smíða löggjöf, og oft vill formið verða óæskilegt í slíkum tilfellum, því að sérhver vill láta ljós sitt skína. Nefndin leggur til, að frv. verði samþ. með þeim breytingum, sem í nál. greinir og flestar eru fremur veigalitlar.

1. brtt. er við 2. gr., um að í stað orðanna „íslenzkum skipverjum“ komi: íslenzkri skipshöfn. Þótti betur fara á því orðalagi, og er ekki ástæða til að fara nánar út í það. — Næsta brtt. er við 3. gr., um það, að gr. falli niður. Hið sama er að segja um brtt. við 4. gr.

Þá er brtt. við 7. gr. Það stendur hér í 7. gr., með leyfi hæstv. forseta: „Nú tekur skip grunn, slæst við bryggju, verður fyrir hvers konar árekstri . . .“ Þessi orð, „hvers konar árekstri“, geta ekki staðizt, og leggur n. því til, að þau falli burt. — 5 brtt. er við 9. gr., en 9. gr. er um skipaskoðunarstjóra og hver skilyrði eru sett til þess að mega takast það embætti á hendur. Upphaf 2. málsgr. 9. gr. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Hann skal hafa starfið sem aðalstarf, vera skipaverkfræðingur, vélfræðingur, sérfræðingur“ o. s. frv., N. leggur til, að þetta verði orðað svo: Hann skal hafa starfið sem aðalstarf, vera skipaverkfræðingur eða vélfræðingur eða sérfræðingur — o. s. frv. — Þá leggur n. til, að aftan við greinina bætist: Við samningu reglugerðarinnar skal leita álits Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Alþýðusambands Íslands og Fiskifélags Íslands. — Þetta er gert samkv. ósk Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ég skal ekkert segja frekar um þetta fyrir hönd n., hún taldi ekki óeðlilegt að verða við þessum tilmælum, en er þeirrar skoðunar, að þetta mundi ríkisstj. gera, þó að engin fyrirmæli væru um það.

Næsta brtt. er við 10. gr., um það, að orðin „sérfræðingur um smíði tréskipa og fjórði“ falli burt. En það er ekki fyrir það, að n. áliti ekki, að aðstoðarmenn skipaskoðunarstjóra eigi að vera sérfræðingar um þessi efni, heldur af því, að n. fannst ástæðulaust að taka þetta sérstaklega fram:

Þá er 7. brtt. við 15. gr., að á eftir orðunum „tillögum eftirlitsmanna“ í fyrri málsgr. bætist inn orðin: og Sjómannasamtaka á hverjum stað. — Þetta er einnig gert samkv. ósk áðurnefndra félagssamtaka, og virðist ekki vera óeðlilegt.

8. brtt., við 18. gr., er um það, að niðurlag 1. málsgr., frá orðunum „um öryggi skipa“, falli niður.

9. brtt. er við 20. gr., að á eftir orðunum „lög þessi séu brotin eða“ bætist inn orðin: að brotnar séu. — Þetta er breyt., sem n. leggur til, að gerð verði aðeins til þess, að orðalagið valdi ekki misskilningi.

Þá er 10 brtt., við 21. gr., að orðin „íslenzkt eða útlent“ í 1. málsgr. falli burt. — Þá er 11. brtt. við 24. gr., að síðasta málsgrein orðist svo : Skoðun á opnum bát, hvort sem hann er með vél eða án vélar, skal framkvæmd af sérfróðum manni. — Þetta er aðeins orðabreyting. — Þá er 12. brtt. við 35 gr. B., að í stað orðanna „eigi minna“ í 2 málsgr. komi: a. m. k. — Þá er 13. brtt., við 36. gr., um það, að síðari málsgr. 3. tölul. og 4. tölul. falli burt. Þetta eru atriði til skýringar á 1. málsgr. 3. tölul. og eru óþörf. — Þá er 14. brtt., við 39. gr. D-lið, að síðari málsliður 3. málsgr. orðist svo : Því aðeins má hann mæla með innflutningi skips, að styrkleiki þess og búnaður jafnist í aðalatriðum við það, sem krafizt er í 1. þessum og það sé eigi eldra en 12 ára. — Þetta er aðeins orðabreyt.

Þá er 15. brtt., við 43. gr., að aftan við gr. bætist: Reglugerðin skal samin að fengnum till. Alþýðusambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. — Þá er 16. brtt., við 64. gr., að greinin orðist svo: Skipaskoðunarstjóri, sérfróðir fulltrúar skipaskoðunarstjóra (sbr. 10. gr.) og eftirlitsmenn (sbr. 12 gr.) skulu launaðir samkvæmt l. um laun starfsmanna ríkisins. — Þetta er nokkur efnisbreyt., því að í upphafi X. kafla l., sem er um laun starfsmanna skipaeftirlitsins, er tilgreint, hver launin skuli vera, en það er svo, að starfsmenn þess eru teknir inn í launal. Þess vegna virðist n. ekki koma til greina annað en að þau ákvæði launal., sem um þessa starfsmenn fjalla, standi óhögguð og sé sjálfsagt, að þessir embættismenn, sem skipaðir eru af ráðh., séu í launal., og þess vegna leggur n. til, að þessi breyt. verði gerð. — Tvær næstu gr. falla niður sem afleiðing af þessari breyt.

Fleira hef ég ekki að segja um þetta frv. frá hálfu n. að því undanskildu, að n. hefur talið kafla um dómstóla í þeim málum sem 1. fjalla um, mjög vafasaman, þ. e. a. s. kaflann um siglingadóm, og taldi að það mundi vera nokkuð vafasamt, hvort rétt væri að setja þennan dómstól, hvort ekki væri réttara að efla sjódómana og láta þá fjalla um þessi mál, það væri einfaldara og kostnaðarminna. En þetta vildi n. ekki taka ákvörðun umnema bera sig saman við sérfróða menn um þessi efni og sendi þess vegna þetta atriði sérstaklega til álits lögfræðings, sem hefur haft, meira en flestir aðrir, með slík mál að gera. Nú vannst n. ekki tími til að bera sig saman við hann til a hlítar, svo að hún treysti sér til að gera brtt. við þennan kafla í þetta sinn, og hefur n. því ekki neina brtt. fram að bera um þennan kafla, þrátt fyrir það, þó að hún telji vafasamt, að barna sé farið inn á rétta leið. Um þýðingu dómsins þarf ekki að deila, því að hún er mikil, en hitt er meira vafamál, hvort ekki er hægt að ná sama árangri á annan hátt.

Ég skal svo ekki hafa fleiri orð um þetta mál, n. leggur til, að frv. verði samþ. með þeim brtt. sem hún ber fram á þskj. 737.