23.04.1946
Efri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í C-deild Alþingistíðinda. (4282)

169. mál, eftirlit með skipum

Gísli Jónsson:

Herra forseti, Þetta mál var afgr. frá Nd. 17. þ, m., og geri ég ráð fyrir, að því verði vísað til sjútvn., en ég mun ekki sjá mér fært að lofa því, að það fái afgreiðslu á þessu þingi. Þetta þarf mjög mikillar athugunar við, og eins og ég hef áður sagt, þá lít ég svo á, að skipaskoðun geti borið sig, en það er langt frá því, eftir því sem hér er gert ráð fyrir. Ég get því ekki lofað, að þetta fái afgreiðslu hér á þinginu.