18.10.1945
Neðri deild: 10. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í C-deild Alþingistíðinda. (4309)

26. mál, lendingarbætur á Arnarstapa

Flm. (Gunnar Thoroddsen) :

Þetta frv. um lendingarbætur á Arnarstapa fer fram á, að sett verði 1. um hafnarbætur á Snæfellsnesi. Á fjárl. yfirstandandi árs er framlagið 20000 kr., með þeirri reglu, að hreppurinn leggi fram helming á móti. Aðaltilgangur frv. er sá að fá ríkisábyrgð fyrir láni til framkvæmdanna, svo að það fáist sem hagkvæmast, því að þetta er mjög aðkallandi.

Ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. og sjútvn.