15.03.1946
Sameinað þing: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í D-deild Alþingistíðinda. (4325)

97. mál, afnotagjald útvarpsnotenda

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð í tilefni af ræðu hæstv. menntmrh. Það er vel skiljanlegt, að ýmsir séu búnir að borga gjöld sín, en ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu, að samþ. verði þessi till., þó að einhverjir séu búnir að greiða, því að þeir einir, sem hafa skírteini, geta fengið afslátt og gætu þá fengið endurgreitt hjá innheimtumanni, ef þeir hefðu vottorð frá hreppstjóra, að þeir hefðu ekki straumtæki, en það munu vera eitthvað á fjórða þúsund manna, sem hafa rafhlöðutæki. Hér skal ekki endurtekið það, sem ég hef áður sagt. En ég tel hina rökst. dagskrá þannig orðaða, að ekki sé hægt fyrir þm.samþ. hana, nema þá þeir beri meira traust til hæstv. núv. menntmrh. en áður hefur þekkzt. Mér finnst ekki hægt fyrir hv. þm. að afsala sér rétti til þess að ákveða þetta einir. Hins vegar hefur ráðh. lögum samkvæmt rétt til þess að ákveða afnotagjald útvarpsnotenda. Ég játa það, að hann hefur réttinn, en svo er það á valdi hv. þm., hvort þeir segja nokkuð við því, ef gera á breyt. þar á. Ég tel minna bölvað að drepa allt saman en að samþ. hina rökst. dagskrá.