15.03.1946
Sameinað þing: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 354 í D-deild Alþingistíðinda. (4326)

97. mál, afnotagjald útvarpsnotenda

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Út af orðum hv. þm. Dal. vildi ég mótmæla því, að það sé nokkur sérstök traustsyfirlýsing til stj., þó að þessi rökst. dagskrá sé samþ. En ég get aðeins bent á það, að það er alveg þýðingarlaust að vera að setja ákvæði, sem mæla gegn ákvæðum fyrri l.till. til þál., sem hér liggur fyrir, getur ekki skert rétt ráðh. En ég sé ekki, að nokkur ástæða sé til þess að ganga á rétt ráðh.

Ég get ekki fellt mig við sjónarmið hv. þm. Dal., ef á að drepa allar till. Annars er ekki hægt að skilja orð hans öðruvísi en svo, að l. séu þýðingarlaus, ef till. verða felldar.