29.04.1946
Sameinað þing: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í D-deild Alþingistíðinda. (4391)

210. mál, herstöðvamálið

Forsrh. (Ólafur Thors) :

Herra forseti. Varðandi ummæli hv. 2. þm. S.-M. og hv. þm Str. þá gætir misskilnings varðandi samþykktina frá 25. febrúar s. 1. Þá var tilgangurinn að leita nýs samþykkis flokkanna. Hér þurfti ákveðna og jákvæða afstöðu, en það er ekki kjarni málsins, hvort ríkisstj. hefur gengið of langt, með þó meiri hl. þm. að baki sér, og eins og hv. 4. þm. Reykv. sagði, þá þurfum við meiri hl. þm. eða samþykkis Alþ. til þess að gerast sameinuð þjóð og Alþ. mun að sjálfsögðu taka endanlega afstöðu í þessu máli.