29.04.1946
Sameinað þing: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í D-deild Alþingistíðinda. (4398)

210. mál, herstöðvamálið

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. þm. Borgf. vil ég aðeins lýsa því áliti mínu, — enda þótt það að sönnu sé misskilningur hjá honum, að Bandaríkin hafi ekki rétt til að telja, að þessum samningaumleitunum sé ekki lokið, — að ég tel, að Bandaríkin geti sagt: Við höfum fallizt á að stöðva þetta, en við höfum ekki fallizt á að stöðva þessar samningaumleitanir nema í bili, og Íslendingar hafa hins vegar tjáð sig reiðubúna, til að ræða vissan hluta þessa máls. — En hvað sem því líður, er það skoðun mín, að í skjóli þessa hafi Bandaríkin engan frekari eða annan rétt öðlazt en þau fengu á sínum tíma árið 1941. Svo að ég er sammála hv. þm. Borgf. um það atriði málsins.