29.04.1946
Sameinað þing: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í D-deild Alþingistíðinda. (4408)

210. mál, herstöðvamálið

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason) :

Hvers vegna getur hv. þm. ekki svarað þessu nú þegar? Það er að vísu rétt, að aldrei var gengið til atkv. um till. sósíalista með handauppréttingu. En þegar fulltrúar sósíalista báru þær fram, neituðu fulltrúar allra hinna flokkanna, svo að til atkvgr. kom vitanlega ekki.