11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í D-deild Alþingistíðinda. (4473)

117. mál, sænsk timburhús

Jörundur Brynjólfsson:

Herra forseti. Mér skilst, að þykkjur okkar hv. 6. þm. Reykv. og mín um þessa till. fari alveg saman. Þó að hann af kurteisi og hæversku gerði það ekki að till. sinni strax, að þessu máli yrði vísað til ríkisstj., þá erum við sammála. Og mér skilst, að með þessari afgreiðslu sé bezt tryggt, að verkið, sem till. er um, verði framkvæmt á sem farsælastan hátt. Vænti ég því, að hæstv. Alþ. fallist á þessa málsmeðferð.