11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í D-deild Alþingistíðinda. (4480)

130. mál, flutningur hengibrúar

Flm. (Bjarni Ásgeirsson) :

Herra forseti. Ég ætla ekki að tala mjög langt mál til skýringar þessari till., vegna þess að það eru tekin fram í grg. aðalatriði málsins. En ástæðan til þess, að ég og hv. þm. Borgf. höfum flutt þessa þáltill., er sú, að nú fyrir nokkru hefur verið ákveðið brúarstæði á Hvítá í Borgarfirði hjá Bjarnastöðum, og er öllum kunnugt, að það er hin mesta nauðsyn að koma brú þar á ána. Í sambandi við það, að nú er gamla brúin á Ölfusá laus úr notkun eftir byggingu hinnar nýju brúar, hefur okkur komið til hugar að óska eftir rannsókn á því, hvort Ölfusárbrúin gæti ekki hentað á Hvítá á þessu fyrirhugaða brúarstæði. Mun láta nærri, hvað lengd brúarinnar snertir, að hún falli þar vel við. Ef sérfræðingar kæmust að þeirri niðurstöðu, að örugglega mætti búa um brúna á þessum stað, sýnist sjálfsagt, að reynt væri að nota hana þar. Það er ekkert annað en þetta, sem farið er fram á af okkur tillögumönnum.

Ég sé, að komið hefur fram brtt. við þessa till. um það að koma brúnni niður annars staðar, og mun ég bíða átekta um það, þangað til ég heyri þá brtt. reifaða af flm. Vildi ég svo óska þess, að hæstv. Alþ. fallist á þessa till. okkar hv. þm. Borgf.