29.04.1946
Neðri deild: 129. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 158 í C-deild Alþingistíðinda. (4526)

50. mál, ríkisborgararéttur

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Það er seint að tala um mál, þegar útrætt er um það í annarri deild. Bæði þetta mál og 1. dagskrármál eru sama eðlis. Hv. Ed. rýkur frá því, sem búið er að gera í Nd., og lokar síðan deildinni. Ég greiði atkv. á móti frv., ef því verður breytt frá því, sem búið var að samþ. áður í Nd. Ég vil mótmæla svona gerðum Ed., því að þetta er móðursjúkt. Nú standa fyrir dyrum stjórnlagabreytingar, og er þá ástæða til þess að leggja Ed. niður, og ætti þetta að vera ný áminning um það.