23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í D-deild Alþingistíðinda. (4544)

137. mál, kaup á skipinu Pétursey

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég hef skrifað, undir þetta nál. með fyrirvara, vegna þess að ég tel ekki, að þetta mál hafi verið afgr. í fjvn. eins og nál. skýrir frá. Ég skal leyfa mér að benda á, að í bókun fjvn. um þetta atriði er tekið fram, að n. sé samþykk að mæla með till. með breyttu orðalagi. Það var ákveðið í n. að breyta þannig þáltill., að þess væri vænzt, að ríkisstj. leitaði upplýsinga um það, fyrir hvað hægt væri að fá skipið keypt, og síðan að geta varið skipið. Þetta verður svo mikill kostnaður að flytja skipið til Reykjavíkur, byggja yfir það og gæta þess, að menn gera sér kannske ekki ljóst, hvaða útgjöld þetta hefur í för með sér. Ég vil því ekki, að það sé tekið svo, að afgreiðsla málsins í n. sé einróma samþykkt af n., eins og stendur í nál., þannig að ríkisstj. sé falið að koma þessu í framkvæmd á sem hagkvæmastan hátt. Það var samþ. í n. að fela ríkisstj. að leita sér upplýsinga um það, hvað þetta mundi kosta.