23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í D-deild Alþingistíðinda. (4547)

137. mál, kaup á skipinu Pétursey

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég hef áður bent á, að fleiri skip væru til en Pétursey, og benti á í því sambandi eitt af hinum gömlu hákarlaveiðiskipum og taldi ástæðu til að hugleiða og athuga, hvort ekki ætti að geyma til minja fleiri tegundir skipa. N. virðist ekkert hafa skipt sér af þessu. Þó benti ég henni á, að til væru t. d. hákarlaskip, sem nú væru að verða hin síðustu, og ef Alþ. hugsaði sér að geyma skip sem sýnishorn af skipum liðna tímans, þyrfti það að gerast með meiru en því einu að fá og geyma eitt skip frá suðurströndinni, því að þar hefði verið sérstaða með sjósókn, og það væri því fjarri því að vera sýnishorn fyrir allt landið.