23.04.1946
Sameinað þing: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 422 í D-deild Alþingistíðinda. (4550)

137. mál, kaup á skipinu Pétursey

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ræða hv. frsm. hefur ekki sannfært mig um, að ég hafi haft á röngu að standa. Fjvn. hefur ekki afgr. málið og ég vil láta fylgja hér réttri málsmeðferð. Ég vil láta rannsaka, hve mikill kostnaður það er að flytja þetta skip, en ekki vísa till. til ríkisstj., eins og frsm. leggur til, og ég tók þetta fram, er ég skrifaði undir með fyrirvara, og það liggur hér ekkert fyrir um kostnaðinn.

Hv. þm. V.-Sk. blandaði öðrum skipakaupum inn í þetta, og er það líkt því, að hann sé 200 ár á eftir tímanum. En ég veit ekki, hvort það bjargaði nokkuð þessum hv þm. að kaupa nokkrar gamlar kollur til dauðasiglingar við næstu kosningar. Já, þeir gera allt til þess að blekkja þjóðina, þessir menn, og þetta sýnir ljóslega stefnu þeirra.