27.04.1946
Sameinað þing: 42. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 430 í D-deild Alþingistíðinda. (4589)

207. mál, vátryggingargjöld vélbáta

Flm. (Gísli Jónsson) :

Í tilefni af ummælum hv. 7. þm. Reykv. um, að þetta mál sé mál útgerðarmanna, vil ég geta þess, að á fiskiþinginu á vetur var samþ. till. þess efnis að skora á ríkisstj. að láta endurskoða þessa vátryggingarlöggjöf. Af þessu má sjá, að krafan um þetta er ekki komin frá neinum Barðstrendingum, eins og hv. 7. þm. Reykv. orðaði það, heldur frá útgerðar- og fiskimönnum sjálfum. En nú vil ég spyrja, hvaða þræðir liggja milli þess, að hv. 7. þm. Reykv. hefur stöðvað þetta nauðsynjamál útvegsins, og þeirrar stofnunar, sem hann veitir forstöðu. Þessi hv. þm. getur fullvissað sig um, að það skal verða upplýst.