18.02.1946
Neðri deild: 69. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í C-deild Alþingistíðinda. (4721)

170. mál, byggingareftirlit ríkisins

Flm. (Jón Pálmason.) :

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þetta mál. Greinargerð fyrir því er á þskj. 421. Ég hef komizt að því, að á undanförnum árum, eftir því sem byggingar hjá því opinbera hafa farið vaxandi, hefur farið minnkandi eftirlit með þeim byggingum. Það hefur verið svo, að byggingarframkvæmdir ríkisins úti um land hafa verið undir eftirliti byggingarfræðings. En nú er svo komið, að hann kemst ekki yfir það lengur. Er þetta frv. fram komið í samráði við hann og í samráði. við ráðherra, er þetta mál heyrir undir.

Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða um þetta meir, en vildi leggja til, að málinu verði vísað til hv. allshn. að þessari umr. lokinni.