18.02.1946
Neðri deild: 69. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 225 í C-deild Alþingistíðinda. (4729)

170. mál, byggingareftirlit ríkisins

Eysteinn Jónsson:

Ég færði hér fram áðan nokkrar ástæður fyrir því, að ekki væri heppilegt að skipta störfum um of við byggingar þær, sem hér um ræðir, og hefur hv. flm. ekki reynt að hnekkja þessari skoðun minni, en ég vildi segja það, að ég tek undir þau ummæli hv. flm., að nauðsyn sé á auknu eftirliti. En þetta væri hægt að gera með einni stofnun, sem hefði á að skipa nægilega mörgum forstjórum og fulltrúum þeirra, sem yrðu að sjálfsögðu menn með sérmenntun hver á sínu sviði. Og það þyrfti að sjá um, að þessi stofnun hefði eftirlit með öllum byggingum, reistum af ríkinu. Ég er sem sé sammála hv. flm. um nauðsyn aukins eftirlits, en honum ósammála um skiptinguna.