22.03.1946
Neðri deild: 93. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í C-deild Alþingistíðinda. (4782)

200. mál, tollskrá o.fl.

Garðar Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins út af orðum hv. 3. þm. Reykv. taka það fram, að mér þykir vænt um að heyra, að hann virðist sömu skoðunar og ég um þetta atriði og að orðið sívöl glös falli niður.

Ég tek svo till. aftur til 3. umr., því að ég vil, að n. fjalli um hana, því að þá ætti henni að vera frekar borgið með því að komast í gegn og verða samþ.