15.04.1946
Neðri deild: 111. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í C-deild Alþingistíðinda. (4792)

200. mál, tollskrá o.fl.

Pétur Ottesen:

Herra forseti. Ég vildi beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að taka á dagskrá sem allra fyrst og helzt á dagskrá þessa fundar frv. til l. um breyt. á tollskrá o. fl. á þskj. 560.

Ég flutti hér á öndverðu þingi frv. til l. um breyt. á tollskránni, sem þá var vísað til fjhn. Nefndin afgr. það ekki, en flutti svo að vísu alllöngu síðar frv. um sama efni, sem ég nú hef greint. Nú var þetta mál hér á dagskrá fyr 2–3 dögum og komnar fram við það allmiklar breytingar, og ég geri ráð fyrir, að það mál muni til lykta leitt. Ég hafði flutt till. til breyt. á ákveðnu efni, sem ég hafði áhuga fyrir, að kæmi fyrir á þessu þingi. Ég vildi því leggja mjög að hæstv. forseta með það, að ekki yrði horfið frá þessu máli í miðjum klíðum og hann sæi sér fært að taka málið á dagskrá helzt í dag, ef þess er kostur.