26.03.1946
Neðri deild: 95. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í C-deild Alþingistíðinda. (4815)

203. mál, verkamannabústaðir

Stefán Jóh. Stefánsson:

Það eru aðeins örfá orð. Það er alveg rétt hjá hv. 6. landsk. þm., að það mun hafa komið önnur beiðni frá Neskaupstað en um 500.000 kr., ég sé það af gögnum, sem ég hef fengið frá bókara sjóðsins og bárust honum í gær. Hins vegar er þetta að öðru leyti nokkuð ónákvæmt, sérstaklega um Hafnarfjörð. Ég vildi aðeins leiðrétta þetta. En út af þeim orðum, sem hv. 6. landsk. þm. lét falla um l. um verkamannabústaði, að þau færu að verulegu leyti út úr framkvæmdinni, ef svo vantaði fé sem nú horfir um hríð, þá er það að nokkru leyti rétt, þó að hinu megi ekki gleyma, að það er verið að byggja verkamannabústaði fyrir lánsfé, sem nemur 10 millj. kr., og það er dálítið, en það þarf að vera miklu meira, og þess vegna erum við allir á þeirri skoðun, að finna verði leið til þess að afla byggingarsjóði öruggari og meiri lána en þegar er á þessu stigi.