05.04.1946
Neðri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í C-deild Alþingistíðinda. (4852)

217. mál, mótorvélar í fiskiskip

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Þó að þetta mál fari að sjálfsögðu til n., sem ég á sæti í, þá vil ég taka það fram, að ég mun reyna að sjá um, að málið fái fljóta afgreiðslu, og það er ef til vili að nokkru leyti mín skuld, hvað þetta er seint á ferðinni. Við í mþn. fórum til fyrrv. ríkisstj., og hefur dregizt að ganga eftir þessu frv., en vélfræðiráðunautur. Fiskifélagsins samdi uppkast að reglugerð fyrir nefndina, en það er langmesta vandamálið að gera þá reglugerð úr garði. Nú legg ég til, ef þetta á fram að ganga, að þetta uppkast verði fundið, því að það hefur verið véfengt, að hægt væri að setja lög um þetta svo að vel færi. Ég held mér sé óhætt að segja, að það sé eitt af mestu vandamálum að koma þessum vélamálum í gott horf. Eins og nú er ástatt, þá brestur oft kunnáttu til að fara með þetta, og hefur það valdið tjóni á vélum og einnig á mönnum.

Ég skal svo sjá um, að þetta fái fljóta afgreiðslu í sjútvn.