26.04.1946
Neðri deild: 122. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í C-deild Alþingistíðinda. (4879)

239. mál, lántaka til hafnarframkvæmda

Jörundur Brynjólfsson:

Aðeins örstutt athugasemd. Þetta frv., sem hér er lagt fram í lagaformi, hefur áður komið fram í sambandi við annað mál. Það hefur komið í ljós, að brýn þörf er fyrir fé til handa þeim aðilum, sem hér eiga hlut að máli, og svo framarlega sem menn hafa áhuga á að hrinda þessu nauðsynjamáli í framkvæmd og afgreiða það á þessu þingi, þá finnst mér rétt að veita undanþágu og senda málið ekki til nefndar.