06.12.1945
Efri deild: 46. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í C-deild Alþingistíðinda. (4981)

53. mál, verkfræðingar, húsameistarar, iðnfræðingar

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég sé nú ekki, að samþ. þessara laga breyti mjög miklu eða bæti úr ástandi því, sem ríkir í þessum málum. Það er rétt að vísu, sem hv. frsm. allshn. tók fram, að gr. ætti að samþykkjast og útlenda fræðiorðið „ingeniör“ ætti að falla úr l. En brtt., sem n. gerir um síðari gr. frv., getur á engan hátt bætt úr því, sem óskað er eftir af þeim mönnum, sem vildu fá l. breytt. Því að eins og kemur fram í áliti hjá verkfræðingafélaginu, þá mun þetta leyfi aldrei fást. Svo að það er meira til að sýnast að breyta l. í þetta form og það kannske engan veginn réttara heldur en að láta nægja að breyta 1. gr., en fella 2. gr. frv. burt. — Ég mun greiða atkv. með 1. gr. frv., en á móti 2. gr. í frv. og einnig eins og n. vill orða hana samkv. brtt. á þskj. 276.