28.02.1946
Efri deild: 74. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 349 í C-deild Alþingistíðinda. (5101)

114. mál, innlend endurtrygging, stríðsslysatrygging skipshafna o.fl.

Haraldur Guðmundsson:

Ég er með brtt. og samþykkur grundvellinum. En hér þurfti að gera nauðsynlega breyt. eða leiðréttingu. Að því er snertir barnalífeyrinn, get ég fellt mig við afgreiðslu n., nefnilega að sú regla sé látin gilda að kaupa lífeyri fyrir bótaupphæðina.

Ég hygg, að þannig hafi framkvæmdum verið háttað, að bætur til barna samkv. 1. málsl. hafi komið til frádráttar við alþýðutryggingarnar, en samkv. 2, málsl. á lífeyrir alþýðutrygginganna að haldast óbreyttur. En sú lífeyrissjóðsupphæð hefur nægt til að fylla upp í. Ég geri ráð fyrir, að hagkvæmt sé að halda því. Ég mun þó ekki flytja brtt. við þetta atriði, en vildi vekja athygli á þessu. — Það var svo ekki annað, sem ég vildi segja.