13.03.1946
Efri deild: 83. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 355 í C-deild Alþingistíðinda. (5115)

196. mál, fyrningarsjóður ríkisins

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Herra forseti. Eins og fram er tekið í grg., er frv. þetta flutt af fjhn. skv. beiðni minni, en er undirbúið af skrifstofustjóra fjmrn. og ríkisféhirði.

Ég hef í sjálfu sér litlu við að bæta um frv. það, sem fram er tekið í grg. Afskriftir af húseignum ríkisins skulu færast á rekstrarreikning, eins og gert hefur verið, en fyrningarupphæðin skal svo lögð í sérstakan sjóð, sem notaður skal vera til endurbygginga fasteignanna. Ég fellst á það, að þetta er hagkvæmt fyrirkomulag. Mér er ekki kunnugt um, hvort hv. fjhn. hefur athugað þetta mál. (BSt: Nei, hún hefur ekki gert það). Ég vildi þá beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að taka málið ekki á dagskrá, fyrr en n. hefur athugað það.