08.04.1946
Efri deild: 101. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 360 í C-deild Alþingistíðinda. (5142)

219. mál, hreppstjóralaun

Flm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Herra forseti. Frv. þetta, sem hér liggur fyrir, er hvorki stórt né sérstaklega efnismikið. Það er aðeins ofurlítil tilraun til þess að leiðrétta dálítið laun hreppstjóra landsins. Það er, eins og mörgum er e. t. v. kunnugt, Þannig, að þeir hreppstjórar, sem eru í litlum hreppum, hafa föst laun 100 kr. á árí. Og þó að dálitlar uppbætur séu á þessu, þá eru þetta varla teljandi laun, og þessir menn eru tiltölulega lægst launaðir af öllum mönnum á landinu. Þess vegna höfum við flm. þessa frv. farið þessa leið, að leggja til að hækka jafnt laun allra hreppstjóra, þannig að þeir, sem eru lægst launaðir, fái jafnháa launauppbót eins og hinir, sem hærra eru launaðir. Og hygg ég, að það sé réttlátt, því að hlutfallslega hafa þeir betri aðstöðu, sem eru í stærri hreppum, einkum í kauptúnum.

Ég sé svo ekki ástæðu til að orðlengja meira um þetta frv., en vil biðja hv. þd. að vísa því til 2. umr. og hv. fjhn.