10.04.1946
Efri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í C-deild Alþingistíðinda. (5150)

221. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (StgrA) :

Ég svara hv. þm. því, að dagskrá þessa fundar var útbúin í samráði við hæstv. forsrh. Svo hefur og verið að undanförnu. Stendur þetta í sambandi við tilraunir stj. til að ljúka þingi fyrir páskana. Er því megináherzlan lögð á þau mál, sem hæstv. ríkisstj. telur helzt nauðsyn á að afgr. og koma í gegn. — Ég mun þó leitast við að taka frv. til 1. umr.