11.02.1946
Sameinað þing: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í D-deild Alþingistíðinda. (5228)

154. mál, rafveitulán fyrir Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Sandvíkurhreppa

Flm. (Eiríkur Einarsson) :

Herra forseti. Ég skal ekki vera margorður um þessa till. Málið á þá undirbyggingu frá Alþ. og er í beinu framhaldi af þegar gerðum ráðstöfunum, að þess ætti ekki að þurfa með. Hlutaðeigandi hreppum er óhjákvæmilegt að fá ábyrgð á lántöku, og það væri skrípaleikur, ef þeim yrði ekki auðveldað með lántöku. Ef einhver gerir kröfu til þess að vísa málinu til n., hefði ég ekkert við það að athuga. Ég læt þá máli mínu lokið að þessu sinni, en ef það fer til n., mælist ég til þess, að hún starfi sem fljótast að því.