15.03.1946
Sameinað þing: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í D-deild Alþingistíðinda. (5283)

185. mál, útsvör

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Það var út af ummælum hv. þm. Borgf. um þetta mál, er það var til umr. á dögunum, að ég kvaddi mér hljóðs aftur. Hann hélt því fram, að mál það, sem til umr. er í Ed., gæfi tilefni til frekari umr. um þetta. En ég get ekkert. tilefni séð til þess að fara að skipa n. um þetta mál.

Útsvarsl. voru tekin til athugunar á síðasta þingi að tilhlutun hæstv. félmrh., og kom þá til greina að setja inn þá breyt., er hér um ræðir, en þá var svo langt komið, að ekki þótti tiltækilegt að bæta því inn í að svo stöddu. Mér finnst mjög mikið mæla með því, að hv. allshn. Ed. tæki efnislega afstöðu til málsins í heild. Það er engin ástæða til þess að rannsaka l., ef efnisleg afstaða er tekin til málsins í heild.

Ég vildi nú mælast til þess, að hv. form. allshn. tæki efnislega afstöðu til málsins og tæki till. til baka.