15.03.1946
Sameinað þing: 33. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í D-deild Alþingistíðinda. (5284)

185. mál, útsvör

Flm. (Steingrímur Aðalsteinsson) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins segja örfá orð vegna ummæla hv. þm. Barð. Hann áleit ekki þörf á að skipa mþn. í þessu máli. Í því tilefni vil ég leyfa mér að benda hv. þm. á það, að Samband sveitarfélaga, er nýlega var stofnað, lítur öðrum augum á þetta mál og skipaði sérstaka n. til þess að undirbúa breyt. á útsvarsl. Er þing kom saman í haust, var talað um þetta við hæstv. dómsmrh. og lýsti hann yfir því, að þessi endurskoðun á l. væri í gangi. Síðar lýsti hann yfir því, að till. væru fram komnar frá þessari n. og næðu þær ekki til þeirra atriða, sem frv. hv. þm. Barð. fjallaði um, og að breyt. hans yrðu ekki lagðar fram af sambandinu. Og af þessu sagði hann, að heildarendurskoðun færi ekki fram nema mþn. settist í málið.

Einmitt þetta atriði, um sveitfesti manna, hefur verið eitt viðkvæmasta málið í þessu og hefur verið mesta ágreiningsefnið milli sveitarfélaga. Og það hefur sérstaklega vakað fyrir allshn. Ed. að finna varanlega lausn á þessu máli og telur hún, að mþn. mundi hafa betri aðstöðu til þess að gera því slík skil. Það væri ekki vænlegra, að þessi þn. færi að leita að lausn á þessum málum. Ég get því ekki fallizt á uppástungu hv. þm. Barð. að taka aftur till. mína.

Ég óska, að till. gangi til n. og fái afgreiðslu í Sþ.