08.02.1946
Neðri deild: 65. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2144 í B-deild Alþingistíðinda. (53)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Eysteinn Jónsson:

Því er þannig varið, að þm. hafa heyrt á ýmsum fregnum, að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir í sjávarútvegsmálum af hendi hæstv. ríkisstjórnar í þinghléinu, einkum varðandi það, að bátaútvegurinn stöðvist ekki í bili. Ég hef verið að búast við því, að birt, yrði yfirlýsing á Alþ. af hálfu hæstv. ríkisstj. um þetta mál eða fram yrði lögð einhver skýrsla, sem bæri það með sér, hvernig þessum málum er háttað og hvað fyrirhugað er í þeim. En þar sem ekkert er enn komið fram í þessum málum, þá vil ég spyrja um það, hvað gert hefur verið. Ef hæstv. atvmrh. er ekki tilbúinn að gefa skýringu varðandi þetta nú, óska ég eftir því, að málið komi fyrir þingið bráðlega í einhverju formi.