19.03.1946
Neðri deild: 90. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í B-deild Alþingistíðinda. (530)

5. mál, verðlagning landbúnaðarafurða o.fl. (heildarlög)

Frsm. 2. minni hl. (Bjarni Ásgeirsson) :

Ég skal ekki fara mörgum orðum um þessa brtt., þar sem hún skýrir sig sjálf, en efni hennar er á þá leið, að á meðan þessi mál eru í höndum ríkisvaldsins, þá sé verð á innlendum markaði ákveðið eftir þeirri reglu, sem á sínum tíma var löggilt samkv. áliti 6 manna n. Þótt niður sé fellt það ákvæði, sem sett var um vörur á erlendum markaði, teljum við rétt að halda þessum ákvæðum varðandi verð á innlendum markaði. Ég tel svo óþarft að fara um þetta fleiri orðum.