14.12.1945
Neðri deild: 53. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (537)

1. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég kvaddi mér ekki hljóðs til þess að mæla á móti þessu frv. á neinn hátt, Hins vegar vildi ég mega vænta þess, ef þetta frv. verður að l., sem vafalaust verður, að hæstv. ríkisstj. hagi ekki frestum í þessu sambandi eins og hún gerði árið, sem leið. Það er óforsvaranlegt, að yfirskattanefnd Reykjavíkur fái frest til þess að fara í sumarfrí þannig, að úrskurðir allir dragast á langinn, svo að kærur eru nú fyrst að berast til ríkisskattanefndar út af útsvarskærum úr Reykjavík.

Ég vænti þess, að ríkisstj. gæti þessa.