13.11.1945
Efri deild: 29. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í D-deild Alþingistíðinda. (5431)

45. mál, flutningur hengibrúar

Fyrirspyrjandi (Eiríkur Einarsson) :

Vegna þess hve brúargerð á. Hvítá hjá Iðu í Biskupstungum er aðkallandi, þótti mér rétt að gera þessa fyrirspurn til hæstv. samgmrh., til þess að fá úr því skorið, ef tímabært reyndist, hvort samþ. frá Alþingi í fyrra um færslu Ölfusárbrúar á Hvítá hjá Iðu í Biskupstungum er möguleg. Ég vil þakka Alþingi fyrir skilninginn á þessu máli og einnig fyrir heimildina sjálfa. Ég hef hugboð um, að rannsókn hafi farið fram, en óska að vita, hvort hún hefur orðið jákvæð eða neikvæð, því að nauðsynlegt er að vita, hvað hægt er að gera í þessu mikla vandamáli, en það fer allmikið eftir því, hvað rannsóknin hefur leitt í ljós.