27.03.1946
Efri deild: 93. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í D-deild Alþingistíðinda. (5439)

189. mál, bætur frá Þjóðverjum fyrir hernaðarspjöll

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson) :

Herra forseti. Ég vildi aðeins lýsa ánægju minni til hæstv. ríkisstjórnar yfir því, hversu röggsamlega hún hefur tekið á þessu máli, og yfir þeirri skýrslu, sem hæstv. dómsmrh. hefur nú gefið. Ég býst við, að hæstv. ríkisstj. haldi áfram rannsókn og framkvæmdum í þessu máli, eins og líka hæstv. dómsmrh. greindi, að gert mundi verða. — Sé ég ekki ástæðu til að óska eftir frekari umr. um málið nú.