01.04.1946
Efri deild: 96. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 601 í B-deild Alþingistíðinda. (575)

158. mál, ríkisreikningurinn 1942

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Við 2. umr. um þetta mál hér í hv. d. var spurzt fyrir um það, hvort breyt. mundu hafa orðið á eftirstöðvum á innheimtum gjöldum ríkissjóðs í Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum. Ég var þá ekki undir það búinn að svara þessu, en lofaði að athuga það fyrir 3. umr. En nú hef ég fengið upplýst, að um þetta liggi ekki fyrir neinar tölur. — Um ríkisreikningana er aftur það að segja, að reikningarnir fyrir 1943 eru fyrir löngu fullprentaðir og reikningarnir fyrir 1944 voru fullgerðir í september s. l. og eru um það bil að verða fullprentaðir nú. Meiri upplýsingar get ég ekki gefið í málinu.