02.03.1946
Sameinað þing: 30. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2148 í B-deild Alþingistíðinda. (62)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir o. fl.

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Mér þykir vænt um að heyra það, sem hv. 2, þm. S.-M. sagði, og er ég honum sammála um, að illt sé að leggja hömlur á innflutninginn. En eins og ég gat um áðan, þá hefur verið frjáls innflutningur á nauðsynjavörum frá sterlingslöndunum.

Eftir að hafa heyrt þær óskir frá hv. 2. þm. S.-M., þá skal það verða tekið til athugunar, hvort ekki sé hægt að gefa út þennan frílista.